Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   sun 23. nóvember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trent er kominn í gott stand
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Xabi Alonso þjálfari Real Madrid svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir leik liðsins á útivelli gegn Elche í kvöld.

Þar var hann meðal annars spurður út í hægri bakvarðarstöðuna. Federico Valverde hefur leyst hana vel af hólmi í fjarveru Dani Carvajal og Trent Alexander-Arnold, en núna er Trent kominn aftur til baka eftir meiðsli.

Trent var frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla í haust og hefur aðeins fengið nokkrar mínútur á vellinum eftir endurkomu sína á æfingasvæðið í síðasta mánuði.

„Trent notaði landsleikjahléð til að æfa sig og styrkja og hann er í góðu standi núna. Auðvitað getur Fede (Valverde) spilað stöðuna en það er mjög jákvætt að vera komnir með Trent aftur í gott stand," sagði Alonso og bætti við að Antonio Rüdiger verði ekki klár í slaginn.

„Toni (Rüdiger) er ekki tilbúinn fyrir helgina en hann er nálægt endurkomunni."

Real Madrid á leiki við Olympiakos, Girona og Athletic Bilbao eftir Elche.

Lærlingar Xabi Alonso eru á toppi spænsku deildarinnar og með 9 stig eftir 4 umferðir í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner