Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Erum með gæðin til að gera betur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum eftir 2-1 tap gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus þar til á 63. mínútu þegar þrjú mörk litu dagsins ljós á sjö mínútna kafla. Ashley Barnes skoraði tvisvar og Rúben Dias einu sinni.

„Þetta var jafn og skemmtilegur leikur sem bauð upp á mikið af færum. Að lokum skoruðu þeir tvisvar og við einu sinni, enda eru þetta hágæða andstæðingar. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum mörg færi en tókst ekki að nýta þau. Báðir markverðirnir voru góðir í þessum leik, þetta var skemmtilegur fótboltaleikur," sagði Pep eftir tapið.

„Við vorum að spila góðan bolta og skilaboðin í hálfleik voru að halda áfram að gera það sama, pressa hátt upp völlinn og reyna að skora mörk. Þetta var erfiður leikur sérstaklega í seinni hálfleik þegar þetta snérist meira um baráttuna og seinni boltana."

Það voru einhver vafaatriði sem leikmenn Man City voru ósáttir með, sérstaklega í sigurmarki Newcastle þegar Gianluigi Donnarumma lenti í erfiðleikum eftir mikla baráttu á marklínunni.

„Ég sá atvikið ekki vel en ég sá hann kvarta og það er líklega útaf því að eitthvað rangt átti sér stað. Þetta gerðist líka gegn Bournemouth, VAR er búið að ákveða að þetta er línan."

Guardiola sást spjalla við Bruno Guimaraes miðjumann Newcastle að leikslokum og segist einungis hafa verið að hrósa honum fyrir góðan leik. Hann ræddi einnig við dómarann að leikslokum en sagði að það væri ekkert vandamál á milli þeirra.

„Sannleikurinn er sá að við erum með gæðin til þess að gera betur. Við áttum að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Haaland er besti framherji í heimi en honum tókst ekki að skora. Við þurfum núna að einbeita okkur að næstu leikjum."

Man City á heimaleiki við Bayer Leverkusen og Leeds United næstu vikuna.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner