Stuðningsmenn Leeds eru áhyggjufullir eftir tap liðsins gegn Aston Villa í gær.
Leeds er í fallsæti eftir tapið en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum.
Leeds komst yfir gegn Aston Villa en Morgan Rogers skoraði tvennu í seinni hálfleik og tryggði liðinu sigurinn.
Það var einn mjög reiður stuðningsmaður Leeds sem komst inn á völlinn og ætlaði að fara í Daniel Farke, stjóra liðsins, áður en öryggisverðir náðu honum.
„Þetta eru ástríðufullir stuðningsmenn og þetta er það sem við viljum, þetta eru forréttindi. Ég vil ekki að þeir breytist, þeir eiga að vera reiðir og svekktir," sagði Farke.
Athugasemdir




