Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Ari skoraði í stórsigri og Ham/Kam áfram í efstu deild
Viðar Ari hjálpaði Ham/Kam að tryggja áframhaldandi veru í efstu deild
Viðar Ari hjálpaði Ham/Kam að tryggja áframhaldandi veru í efstu deild
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viðar Ari Jónsson og félagar hans í Ham/Kam verða áfram í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið tryggði áframhaldandi veru sína með 5-0 stórsigri á Haugesund í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.

Viðar skoraði fyrsta mark Ham/Kam á 6. mínútu með laglegu marki eftir fyrirgjöf Anton Ekeroth. Fyrirgjöfin kom frá vinstri á fjærstöngina og skaut Viðar boltanum í gagnstætt horn.

Ham/Kam skoraði fjögur til viðbótar og með sigrinum bjargaði liðið sér formlega frá falli.

Liðið er í 11. sæti með 37 stig fyrir lokaumferðina og með hagstæðum úrslitum á það möguleika á að taka 8. sætið.

Óttar Magnús Karlsson byrjaði hjá Renate sem marði Novara, 1-0, í A-riðli C-deildarinnar á Ítalíu.

Renate er í 9. sæti með 20 stig.

Gísli Gottskálk Þórðarson kom inn af bekknum undir lokin er Lech Poznan vann Radomiak Radom, 4-1, í pólsku úrvalsdeildinni. Poznan er í 4. sæti með 24 stig, sex stigum frá toppnum.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í hjarta varnarinnar hjá Horsens sem vann Hilleröd, 3-1, í dönsku B-deildinni.

Þetta var annar sigur Horsens í röð en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi á eftir Hilleröd sem er í þriðja.

Andri Fannar Baldursson og Logi Tómasson voru báðir á ferðinni í tyrknesku deildinni.

Andri byrjaði hjá Kasimpasa sem vann Alanyaspor 2-1 á meðan Logi byrjaði hjá Samsunspor í 1-1 jafntefli gegn stórliði Besiktas.

Samsunspor er í 4. sæti með 24 stig en Kasimpasa í 13. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner