Zinho Vanheusden, fyrrum varnarmaður Inter, hefur lagt skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall.
Í pósti á Instagram segist hann neyðast til að hætta fótboltaiðkun vegna sífelldra meiðsla. Krossband hans slitnaði í þriðja sinn þegar hann lék með Marbella fyrir nokkrum vikum.
Vanheusden var einn efnilegasti leikmaður Evrópu og gekk í raðir Inter 16 ára gamall, eftir að hafa komið upp í gegnum akademíu Standard Liege. Hann lék aldrei fyrir aðallið Inter, að stórum hluta vegna meiðslavandræða.
Hann fór til baka á láni til Standard Liege auk þess sem hann lék fyrir Genoa og AZ Alkmaar.
Í pósti á Instagram segist hann neyðast til að hætta fótboltaiðkun vegna sífelldra meiðsla. Krossband hans slitnaði í þriðja sinn þegar hann lék með Marbella fyrir nokkrum vikum.
Vanheusden var einn efnilegasti leikmaður Evrópu og gekk í raðir Inter 16 ára gamall, eftir að hafa komið upp í gegnum akademíu Standard Liege. Hann lék aldrei fyrir aðallið Inter, að stórum hluta vegna meiðslavandræða.
Hann fór til baka á láni til Standard Liege auk þess sem hann lék fyrir Genoa og AZ Alkmaar.
Hann á einn landsleik fyrir Belgíu sem hann spilaði 2020.
Hann reyndi að koma ferlinum aftur af stað með því að ganga í raðir spænska C-deildarliðsins Marbella en náði aðeins sjö leikjum með félaginu.
„Í dag tek ég ákvörðun sem ég hélt aldrei að ég myndi taka á þessum aldri. Ég hef verið í fótbolta frá fjögurra ára aldri en nú er atvinnumannaferlinum mínum lokið," skrifaði Vanheusden og segir að líkanninn hafi einfaldlega sagt stopp.
„Fótboltinn gerði mig að því sem ég er í dag. Eftir öll þessi meiðsli gerði ég allt til að snúa til baka en það varð alltaf erfiðara og erfiðara. Ég veit ekki hvernig lífið verður án fótboltans en mun komast að því."
Athugasemdir


