Liverpool hefur tapað sex af tólf deildarleikjum sínum á tímabilinu og síðustu tveimur leikjum 3-0 en í gær þurfti liðið að lúta í gras fyrir Nottingham Forest, 3-0, á Anfield. Einn leikmaður hefur sloppið við alla gagnrýni en þetta segir Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool við ESPN.
Vandræði Liverpool eru mikil og óvænt eftir að hafa tekið fram veskið í sumar.
Stjörnur á borð við Alexander Isak og Florian Wirtz voru fengnar í glugganum ásamt spennandi leikmönnum í þeim Milos Kerkez, Jeremie Frimpong og Hugo Ekitike.
Spekingar hafa gagnrýnt marga leikmenn liðsins á tímabilinu, en Nicol, sem spilaði með Liverpool frá 1981 til 1994 og vann þar níu titla, segir að Gravenberch sé ekki sá sami og á síðustu leiktíð.
„Það er einn náungi sem hefur sloppið við alla gagnrýni til þessa og það er Ryan Gravenberch.“
„Hans helsta starf er að vera í blokkeringu, vera gaurinn fyrir framan vörnina sem stýrir hinum tveimur miðjumönnunum og leyfir þeim að fara fram þegar þeir geta á meðan hann er á bak við og sér um að loka holunum.“
„Hann hefur ekki gert neitt af því á þessu ári. Ég veit að hann hefur misst af nokkrum leikjum, en hann hefur ekki gert neitt af þessu,“ sagði Nicol.
Gravenberch hefur spilað þrettán leiki á tímabilinu og komið að fimm mörkum.
Athugasemdir





