Vitor Matos er að taka við sem þjálfari Swansea en hann kemur frá portúgalska félaginu Marítimo. Swansea er tilbúið að borga riftunarákvæði í samningi Matos.
Matos var í þjálfarateymi Jurgen Klopp hjá Liverpool frá 2019 en hann yfirgaf félagið og var í þjálfarateymi Pep Lijnders sem tók við RB Salzburg eftir að Klopp hætti í fyrra.
Hann tekur við af Alan Sheehan sem var látinn taka poka sinn fyrr í þessum mánuði eftir slakt gengi á tímabilinu.
Liðið er í 19. sæti Championship deildarinnar með 17 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir





