Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 24. nóvember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ein besta frammistaða frá markverði sem ég hef séð"
Mynd: EPA
Milan vann Mílanó-slaginn gegn Inter í gær en Christian Pulisic skoraði sigurmarkið.

Mike Maignan, markvörður Milan, stal hins vegar öllum fyrirsögnum þar sem hann átti frábæran leik þar sem hann varði m.a. víti frá Hakan Calhanoglu.

„Þetta var ein besta frammistaða frá markverði sem ég hef séð á mínum ferli. Ekki bara vítið, það var stórkostleg en hann átti nokkrar risastórar vörslur í fyrri hálfleik, aftur og aftur bjargaði hann okkur. Þetta var stórkostleg frammistaða," sagði Pulisic.

Pulisic sagði að þessi frammistaða liðsins hafi sent skilaboð til annarra liða í deildinni. Milan er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Roma.
Athugasemdir
banner