Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að nýta sér fjarveru Mbeumo og Sesko
Mynd: EPA
Framtíð hollenska framherjans Joshua Zirkzee er í hans höndum, en hann mun fá tækifæri til þess að koma sér aftur í liðið hjá Manchester United á næstu vikum.

Benjamin Sesko er að glíma við meiðsli og verður frá í nokkrar vikur á meðan Bryan Mbeumo er á leið með Kamerún í Afríkukeppnina.

Sun greinir frá því að Zirkzee sé spenntur fyrir næstu vikum, enda mikil mannekla fram á við hjá United og nokkuð öruggt að hann muni fá tækifærið.

Hollendingurinn hefur ekki fengið margar mínútur til að spreyta sig á þessari leiktíð og verið skrifað um að hann sé að hugsa sér til hreyfings í janúarglugganum.

Zirkzee stefnir á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og til að komast þangað þarf hann að spila.

Framtíð hans hjá United er undir og ætlar hann að nýta tækifærið meðan byrjunarliðsmennirnir eru frá.

Sóknarmaðurinn hefur aðeins spilað fimm leiki og í heildina 90 mínútur á þessu tímabili og ekki skorað deildarmark síðan í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner