Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Olise með stórleik í magnaðri endurkomu - Undav skoraði þrennu
Michael Olise var frábær með Bayern
Michael Olise var frábær með Bayern
Mynd: EPA
Deniz Undav skoraði þrennu í jafntefli gegn Dortmund
Deniz Undav skoraði þrennu í jafntefli gegn Dortmund
Mynd: EPA
Bayern München er áfram á flugi í þýsku deildinni og náði í sinn tíunda sigur á tímabilinu er það átti stórkostlega endurkomu í 6-2 sigri á Freiburg í dag.

Yuito Suzuki og Johan Manzambi komu Freiburg í tveggja marka forystu á fimm mínútna kafla í byrjun fyrri hálfleiks, en það sló ekki Bayern út af laginu.

Hinn 17 ára Lennart Karl hóf endurkomu Bayern á 22. mínútu og jafnaði Michael Olise metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Bayern komið aftur inn í leikinn.

Í seinni gekk Bayern frá gestunum með fjórum mörkum. Dayot Upamecano og Harry Kane komu Bayern í tveggja marka forystu á fimm mínútum áður en Nicolas Jackson bætti við fimmta eftir stoðsendingu Olise.

Olise kórónaði frábæra frammistöðu sína með öðru marki sínu undir lok leiks og lokatölur 6-2, Bayern í vil. Bayern er á toppnum með 31 stig, átta stigum meira en Bayer Leverkusen sem vann Wolfsburg 3-1.

Borussia Dortmund og Stuttgart gerðu ótrúlegt 3-3 jafntefli þar sem Deniz Undav skoraði þrennu fyrir gestina og er nú kominn með sex mörk í deildinni.

Gladbach vann Heidenheim, 3-0, og þá mörðu tíu leikmenn Augsburg 1-0 sigur á Hamburger SV.

Úrslit og markaskorarar:

Wolfsburg 1 - 3 Bayer
0-1 Jonas Hofmann ('9 )
0-2 Edmond Tapsoba ('24 )
0-3 Malik Tillman ('33 )
1-3 Denis Vavro ('57 )

Bayern 6 - 2 Freiburg
0-1 Yuito Suzuki ('12 )
0-2 Johan Manzambi ('17 )
1-2 Lennart Karl ('22 )
2-2 Michael Olise ('45 )
3-2 Dayot Upamecano ('55 )
4-2 Harry Kane ('60 )
5-2 Nicolas Jackson ('78 )
6-2 Michael Olise ('84 )

Borussia D. 3 - 3 Stuttgart
1-0 Emre Can ('34 , víti)
2-0 Maximilian Beier ('41 )
2-1 Deniz Undav ('47 )
2-2 Deniz Undav ('71 )
3-2 Karim Adeyemi ('89 )
3-3 Deniz Undav ('90 )

Heidenheim 0 - 3 Borussia M.
0-1 Kevin Diks ('45 , víti)
0-2 Haris Tabakovic ('55 )
0-3 Shuto Machino ('76 )

Augsburg 1 - 0 Hamburger
1-0 Anton Kade ('76 )
Rautt spjald: Keven Schlotterbeck, Augsburg ('81)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 10 1 0 41 8 +33 31
2 Leverkusen 11 7 2 2 27 15 +12 23
3 Dortmund 11 6 4 1 19 10 +9 22
4 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
5 Stuttgart 11 7 1 3 20 15 +5 22
6 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 11 3 4 4 15 20 -5 13
11 Gladbach 11 3 3 5 16 19 -3 12
12 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
13 Augsburg 11 3 1 7 15 24 -9 10
14 Hamburger 11 2 3 6 9 17 -8 9
15 Wolfsburg 11 2 2 7 13 21 -8 8
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 11 1 2 8 8 26 -18 5
Athugasemdir