Arne Slot þjálfari Liverpool liggur undir þungri gagnrýni eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Slakt gengi í októbermánuði virtist vera búið með góðum sigrum gegn Aston Villa og Real Madrid en í dag brást eitthvað og Liverpool steinlá á Anfield.
Forest vann 0-3 og bauluðu stuðningsmenn Liverpool að leikslokum. Hluti stuðningsmanna söng „þú verður rekinn í fyrramálið". Þetta er annað 3-0 tapið í röð eftir tap gegn Manchester City í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.
22.11.2025 16:58
England: Allt í rugli hjá meisturunum - „Þú verður rekinn í fyrramálið!“
„Þetta eru önnur stór vonbrigði. Við byrjuðum leikinn þokkalega vel og vorum sterkara liðið fyrsta hálftímann en það hrundi eftir að fengum fyrsta markið á okkur," sagði Slot. Forest kom boltanum í netið tvisvar í fyrri hálfleik þar sem fyrra markið var dæmt löglegt en seinna ekki. Mögulegt er að dómarateymið hafi ruglast þar sem fyrra markið virðist hafa verið ólöglegt á meðan seinna markið gæti hafa verið löglegt.
„Ég heyrði að þetta væri ekki rangstaða og ef það er raunin þá er þetta bara gott og gilt mark," sagði Slot um fyrra markið.
„Þetta er mín ábyrgð bæði þegar gengur illa og þegar gengur vel. Við sköpuðum ekki nóg í dag, við vorum ekki nægilega góðir. Ég reyndi að breyta einhverjum hlutum í leikskipulaginu en það gekk ekki upp. Okkur tókst ekki að skora. Það var slæmt að fá seinna markið á okkur, þetta var nú þegar nægilega erfitt einu marki undir gegn liði sem verst af svona miklum krafti.
„Núna verðum við að horfa fram veginn. Við eigum leik í Meistaradeildinni eftir nokkra daga og skömmu þar á eftir eigum við leik í úrvalsdeildinni. Við verðum að halda haus og halda áfram að leggja mikla vinnu á okkur til að sigra næstu andstæðinga. Við verðum að gera betur.
„Við erum með frábæran leikmannahóp en hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp þessa stundina."
Liverpool er um miðja úrvalsdeild með 18 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir






