Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
banner
   lau 22. nóvember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verður alltaf draumur að spila á HM"
Mynd: AFC Sunderland
Wilson Isidor, sóknarmaður Sunderland, dreymir um að spila á HM en hann hefur spilað fyrir yngri landslið Frakka.

Hann gæti hins vegar átt möguleika á að spila á HM fyrir annað land. Hann gæti spilað með Haíti sem tryggði sér þátttökurétt eftir 2-0 sigur gegn Níkaragva á dögunum.

„Ég hef sett mér það markmið að komast á HM, það verður alltaf draumur," sagði Isidor.

„Ég hef tvo möguleika. Frakkland og Haíti. Haíti hefur haft samband en ég hef ekki tekið ákvörðun. Ég þekki strákana í franska landsliðinu, ég hef spilað með þeim og gegn þeim."

Isidor hefur spilað ellefu leiki í úrvalsdeldinni á tímabilinu og skorað fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner