Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   lau 22. nóvember 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Vafasamt mark Forest - Truflaði sjónlínu Alisson
Mynd: EPA
Nottingham Forest leiðir gegn Liverpool, 1-0, í hálfleik á Anfield, en mark Forest var afar umdeilt.

Brasilíski varnarmaðurinn Murillo skoraði með föstu skoti úr teignum eftir hornspyrnu á 33. mínútu. Boltinn datt í teignum á Murillo sem skaut boltanum í átt að marki.

Dan N'Doye, framherji Forest, var í rangstöðu og virtist trufla sjónlínu Alisson þegar Murillo skaut boltanum, en markið fékk að standa.

Rétt fyrir landsleikjahlé var mark tekið af Virgil van Dijk gegn Manchester City þar sem Andy Robertson átti að hafa truflað sjónlínu Gianluigi Donnarumma.

Liverpool-menn eflaust mjög óánægðir með hvað línan í þessum málum er óskýr en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner