Javier Mascherano, stjóri Inter Miami, byrjaði með Luis Suarez á bekknum þegar liðið vann Cincinnati í átta liða úrslitum í úrslitakeppni MLS deildarinnar í nótt.
Suarez missti af síðasta leik liðsins gegn Nashville sem tryggði liðinu áfram í átta liða úrslitin þar sem hann tók út leikbann. Mascherano sagði að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að breyta liðinu ekki.
Suarez missti af síðasta leik liðsins gegn Nashville sem tryggði liðinu áfram í átta liða úrslitin þar sem hann tók út leikbann. Mascherano sagði að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að breyta liðinu ekki.
„Það er ekki auðveld ákvörðun að taka leikmann eins og Suarez úr liðinu miðað við það sem hann hefur afrekað og mikilvægi hans fyrir liðið og félagið," sagði Mascherano.
„Ég verð að segja að það er aðdáunarvert hvernig hann tókst á við ákvörðunina því við töluðum um hana í vikunni, hann skildi, hann hjálpaði liðsfélögum sínum, hann æfði á sem bestan hátt, hann sýndi mikinn stuðning."
Athugasemdir



