Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   lau 22. nóvember 2025 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Dias ósáttur: Hvernig er þetta ekki brot?
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Portúgalski miðvörðurinn Rúben Dias var ekki sáttur með dómgæsluna eftir 2-1 tap Manchester City gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Phil Foden féll til jarðar í fyrri hálfleik og svo skilur hann ekki hvernig sigurmark Newcastle fékk að standa. Hann vildi fá dæmt brot í aðdragandanum þegar Harvey Barnes ýtti Gianluigi Donnarumma af marklínunni.

„Þetta var mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum en við náðum samt að skapa mikið af færum. Við nýttum bara ekki færin og verðum að gera betur í því næst," sagði Dias, sem skoraði eina mark City í leiknum. „Þeir skoruðu úr sínum færum og þess vegna unnu þeir.

„Allir vita hversu sterkir þeir eru á sínum heimavelli og fyrsti leikur eftir landsleikjahlé er alltaf erfiður. Við börðumst eins og við gátum en það dugði ekki til. Við verðum að gera betur næst.

„Mér líður eins og við hefðum átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en ég ætla ekki að tala um það. Þegar allar dómaraákvarðanir leiksins eru skoðaðar þá er ein sem ég skil engan veginn, það er í seinna markinu þeirra. Hvernig er þetta ekki brot? Leikmaðurinn þeirra er að ýta markverðinum okkar af marklínunni. Það vantar skýrari reglur um þetta útaf því að stundum þá leyfa dómarar þetta og stundum ekki.

„Í seinna markinu er verið að ýta Gigi af marklínunni og það er ekkert dæmt. Ég er búinn að sjá endursýningu og þetta er augljóst. Við viljum bara vita hvað má gera og hvað má ekki gera. Við pössum okkur að brjóta ekki á markverði andstæðinganna en svo mega þeir gera þetta. Þetta var bannað áður fyrr en núna er þetta greinilega leyft, þá verða dómarar að leyfa okkur að gera þetta líka.

„Fyrir þá sem segja að við séum að leita að afsökunum þá er það ekki svo. Newcastle var betra liðið í dag og átti skilið að vinna þennan leik. Við bara þurfum að fá skýrari reglur varðandi ákveðin atriði."


Man City er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 12 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal sem á leik til góða gegn Tottenham á morgun.

Sjáðu atvikið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner