Régis Le Bris þjálfari Sunderland var ekki ánægður með frammistöðu lærisveina sinna í tapi á útivelli gegn Fulham í gær.
Heimamenn í liði Fulham voru talsvert sterkari aðilinn og skoraði Raúl Jiménez verðskuldað sigurmark á lokakaflanum eftir undirbúning frá Samuel Chukwueze.
„Þeir voru betri heldur en við og áttu skilið að sigra. Við bjuggumst við að þeir myndu spila með þessum hætti en við réðum samt ekki við þá. Fyrri hálfleikurinn var í lagi en við vorum alltof lélegir á boltanum eftir leikhlé," sagði Le Bris að leikslokum.
„Við þjáðumst mikið og fengum tvö eða þrjú færi eftir að við lentum undir en það dugði ekki til að jafna. Strákarnir voru augljóslega orðnir þreyttir og það sást að varamennirnir sem Fulham skipti inn af bekknum breyttu leiknum. Þeir voru báðir mjög líflegir og annar þeirra lagði upp sigurmarkið."
Sunderland er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir þetta tap, með 19 stig eftir 12 umferðir. Fulham fer upp úr fallsæti með þessum sigri og er með 14 stig.
„Það sem við klikkuðum helst á í dag er hugarfarið. Við vorum ekki nægilega samkeppnishæfir í návígum gegn andstæðingunum okkar og við unnum lítið af seinni boltum. Þeir voru betra liðið og voru búnir að banka lengi á dyrnar áður en þeir skoruðu.
„Við höldum áfram að taka einn leik í einu og njótum þess að vera í ensku úrvalsdeildinni. Við erum hvorki ánægðir með frammistöðuna né úrslitin í dag og verðum að bæta okkur."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 11 | 8 | 2 | 1 | 20 | 5 | +15 | 26 |
| 2 | Man City | 11 | 7 | 1 | 3 | 23 | 8 | +15 | 22 |
| 3 | Chelsea | 11 | 6 | 2 | 3 | 21 | 11 | +10 | 20 |
| 4 | Sunderland | 11 | 5 | 4 | 2 | 14 | 10 | +4 | 19 |
| 5 | Tottenham | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 10 | +9 | 18 |
| 6 | Aston Villa | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 10 | +3 | 18 |
| 7 | Man Utd | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 18 | +1 | 18 |
| 8 | Liverpool | 11 | 6 | 0 | 5 | 18 | 17 | +1 | 18 |
| 9 | Bournemouth | 11 | 5 | 3 | 3 | 17 | 18 | -1 | 18 |
| 10 | Crystal Palace | 11 | 4 | 5 | 2 | 14 | 9 | +5 | 17 |
| 11 | Brighton | 11 | 4 | 4 | 3 | 17 | 15 | +2 | 16 |
| 12 | Brentford | 11 | 5 | 1 | 5 | 17 | 17 | 0 | 16 |
| 13 | Everton | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 13 | -1 | 15 |
| 14 | Newcastle | 11 | 3 | 3 | 5 | 11 | 14 | -3 | 12 |
| 15 | Fulham | 11 | 3 | 2 | 6 | 12 | 16 | -4 | 11 |
| 16 | Leeds | 11 | 3 | 2 | 6 | 10 | 20 | -10 | 11 |
| 17 | Burnley | 11 | 3 | 1 | 7 | 14 | 22 | -8 | 10 |
| 18 | West Ham | 11 | 3 | 1 | 7 | 13 | 23 | -10 | 10 |
| 19 | Nott. Forest | 11 | 2 | 3 | 6 | 10 | 20 | -10 | 9 |
| 20 | Wolves | 11 | 0 | 2 | 9 | 7 | 25 | -18 | 2 |
Athugasemdir




