Paul Pogba spilaði sinn fyrsta leik í rúmlega tvö ár þegar hann kom inn á sem varamaður í slæmu 4-1 tapi Mónakó gegn Rennes í frönsku deildinni í gær.
Hann var dæmdur í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann spilaði síðast með Juventus árið 2023. Hann samdi við Mónakó í sumar en meiðsli frestuðu endurkomunni á völlinn.
Hann var dæmdur í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann spilaði síðast með Juventus árið 2023. Hann samdi við Mónakó í sumar en meiðsli frestuðu endurkomunni á völlinn.
Pogba sendi stuðningsmönnum og öðrum sem hafa hjálpað honum í gegnum erfiða tíma, skilaboð á samfélagsmiðlum í dag.
„Gærkvöldið var ógleymanlegt. Að stíga aftur inn á völlinn eftir tveggja ára fjarveru þýddi meira fyrir mig en ég get lýst. Til aðdáendanna, takk fyrir kærleikann, orkuna og trúna," skrifaði Pogba.
„Til allra sem stóðu við bakið á mér, studdu mig og ýttu mér áfram í gegnum hverja einustu stund þessarar ferðar, ég er innilega þakklátur. Þessi frumraun var ekki bara mín, hún tilheyrði ykkur öllum sem hættuð aldrei að styðja mig.
Last night was unforgettable.
— Paul Pogba (@paulpogba) November 23, 2025
Stepping back onto the pitch after two years away meant more to me than I can express. To the fans, thank you for the love, the energy, and the belief.
To everyone who stood behind me, supported me, and pushed me through every moment of this… pic.twitter.com/uCNeTbGFWu
Athugasemdir



