Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 24. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fylkir fær tvo leikmenn (Staðfest)
Kvenaboltinn
Emilía Sif
Emilía Sif
Mynd: Fylkir
Þær Emilía Sif Sævarsdóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir eru komnar til Fylkis og spila meðliðinu í 2. deild næsta sumar.

Emilía Sif er uppalin í Fylki en hún kemur frá Fjölni þar sem hún spilaði frá 2022. Hún hefur spilað 28 leiki og skorað fimm mörk.

Arna Ósk kemur frá Sindra en hún hefur spilað 139 leiki og skorað 47 mörk á ferlinum.

Þá tilkynnti félagið einng að Birna Krístin Eiríksdóttir og Rebekka Rut Harðardóttir hafi skrifað undir samning út næsta tímabil.
Athugasemdir
banner