Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir meiðsli Gabriels - „Mikið högg“
Mynd: EPA
Brasilíski miðvörðurinn Gabriel verður frá í „einhverjar vikur“ en þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, við Sky Sports fyrir leik liðsins við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum um helgina.

Gabriel meiddist í leik með brasilíska landsliðinu á dögunum og hefur verið talað um að hann verði frá næsta mánuðinn eða svo.

Arteta staðfesti við Sky að Gabriel verði frá í einhverjar vikur, en að það sé ekki alveg ljóst hversu margar þær verða.

„Gabi meiddist því miður með landsliðinu og verður frá í einhverjar vikur. Við þurfum að senda hann í aðra myndatöku á miðvikudag og þá munum við fá betri tímalínu á endurkomu hans, alla vega skýrari en þá sem við höfum núna,“ sagði Arteta.

Hann segir þetta stórt og mikið högg fyrir Arsenal, en að nú sé rétti tíminn fyrir aðra til að stíga upp.

„Þetta er klárlega mikið högg. Hann er leiðtoginn í vörninni og því aldrei jákvætt að vera án hans, en það góða er að við höfum marga góða möguleika og þeir þurfa nú að stíga upp,“ sagði hann enn fremur.

Arsenal er með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir ellefu umferðir og hefur Gabriel verið þeirra mikilvægasti maður í vörninni.
Athugasemdir
banner
banner