Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola skammast sín eftir að hafa rifist við myndatökumann
Mynd: EPA
Pep Guardiola var vel pirraður eftir 2-1 tap Manchester City gegn Newcastle og sást rífast við myndatökumann.

Guardiola var meðal annars pirraður út í dómgæsluna en hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Ég skammast mín þegar ég sé þetta. Ég er ekki hrifinn af því. Ég bið myndatökumanninn afsökunar. Þrátt fyrir að eiga 1000 leiki þá er ég ekki fullkominn. Ég er sá sem ég er og ég geri mistök," segir Guardiola.



Athugasemdir
banner