Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 24. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi með mark og þrjár stoðsendingar - Tvenna frá Son dugði ekki til
Mynd: EPA
Lionel Messi átti frábæran leik þegar Inter Miami tryggði sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni MLS deildarinnar.

Hann kom liðinu yfir og lagði síðan upp þrjú mörk í 4-0 sigri gegn FC Cincinnati. Inter Miami mætir New York City í undanúrslitunum.

Vancouver Whitecaps er einnig komið í undanúrslitin en liðið vann LAFC eftir vítaspyrnukeppni. Heung-min Son skoraði tvennu fyrir LAFC en hann jafnaði metin í uppbótatíma og kom liðinu í vítaspyrnukeppni.

Hann klikkaði hins vegar á fyrsta vítinu en Vancouver vann vítaspyrnukeppnina 4-3. Það kemur í ljós í nótt hvort Vancouver mæti San Diego FC eða Minnesota United. Thomas Muller er leikmaður Vancouver.
Athugasemdir
banner