Sean Dyche var kátur eftir frábæran sigur Nottingham Forest á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Forest gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfr Englandsmeistarana þar sem lokatölur urðu 0-3.
„Við þurftum að verjast mikið á upphafsmínútunum, við vissum að við værum ekki að fara að vera mikið með boltann en við héldum okkar varnarskipulagi og refsuðum þeim þegar tækifærin gáfust," sagði Dyche eftir sigurinn frækna. Hann hefði viljað sjá stærri sigur þar sem mark var dæmt af Igor Jesus fyrir hendi sem virðist aldrei hafa átt sér stað.
22.11.2025 16:31
Furðuleg dómgæsla í Liverpool: Var þetta hendi á Igor?
„Ég skil ekki hvernig þeir dæma þetta mark hjá Igor ekki gilt og svo komst Omari (Hutchinson) nálægt því að skora. Þetta er frábær sigur fyrir okkur og þetta hlýtur að gleðja stuðningsmennina. Þetta er annað skref í rétta átt."
Þetta var annar sigur Forest í röð eftir 3-1 gegn Leeds United í síðustu umferð. Liðið hefur verið í miklu basli á upphafi tímabils og vonast félagið til að Dyche sé rétti maðurinn í þjálfarastarfið.
„Allir þjálfarar eru með sinn leikstíl og ég er með minn. Ég veit hvað þarf til að skapa sterka liðsheild og ég treysti minni dómgreind þegar kemur að því. Strákarnir hafa verið að vinna vel á æfingum og það er að skila niðurstöðum mjög fljótt. Síðustu fjórar vikur hafa liðið eins og fjögur ár!"
Þetta var aðeins þriðji sigur Forest á deildartímabilinu og er liðið með 12 stig eftir 12 umferðir. Liverpool er með 18 stig.
22.11.2025 16:58
England: Allt í rugli hjá meisturunum - „Þú verður rekinn í fyrramálið!“
Athugasemdir






