Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Bellingham bjargaði stigi gegn nýliðunum
Mynd: EPA
Real Madrid lenti í vandræðum þegar liðið heimsótti nýliða Elche í spænsku deildinni í kvöld.

Aleix Febas kom Elche yfir þegar hann laumaði boltanum snyrtilega framhjá Thibaut Courtois. Dean Huijsen jafnaði metin þegar hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Trent Alexander-Arnold.

Alvaro Rodriguez kom Elche aftur yfiir þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en Jude Bellingham bjargaði stigi fyrir Real þegar hann skoraði eftir smá darraðadans inn á teignum.

Atletico Madrid lagði Getafe en Domingos Duarte varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir sendingu fyrir markið frá Giacomo Raspadori.

Real Madrid er á toppnum með 32 stig, stigi á undan Barcelona. Atletico Madrid er í 4. sæti með 28 stig. Getafe er í 7. sæti með 17 stig og Elche er í 11. sæti með 16 stig.

Elche 2 - 2 Real Madrid
1-0 Aleix Febas ('53 )
1-1 Dean Huijsen ('78 )
2-1 Alvaro Rodriguez ('84 )
2-2 Jude Bellingham ('87 )
Rautt spjald: Victor Chust, Elche ('90)

Getafe 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Domingos Duarte ('82 , sjálfsmark)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 26 10 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Elche 13 3 7 3 13 14 -1 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner