Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði annan leikinn í röð með Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Landsliðskonan var hetja Bröndby í 1-0 sigrinum á Kolding í síðustu umferð og skoraði þá eina mark liðsins á 31. mínútu í jafnteflinu sem var fjórða mark hennar á tímabilinu.
Bröndby er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, átta stigum frá toppliði HB Köge.
Emelía Óskarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Köge sem tapaði fyrir meisturunum í Fortuna Hjörring, 2-1. Ágætis svar hjá Fortuna sem datt óvænt úr leik í Evrópubikarnum eftir tap gegn Breiðabliki.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu er FCK vann B93, 3-1.
Hún skoraði þriðja markið á 56. mínútu til að tryggja sigurinn og er FCK áfram tveimur stigum á eftir ASA Aarhus eftir fjórtán leiki.
Melkorka Kristín Jónsdóttir kom inn af bekknum hjá B93 sem er í 7. sæti með 13 stig.
Telma Sif Búadóttir hafði betur gegn Guðrúnu Hermannsdóttur er Österbro lagði Esbjerg, 1-0.
Telma byrjaði hjá Österbro en Guðrún kom inn af tréverkinu undir lok leiks. Österbro er í 4. sæti með 21 stig en Esbjerg á botninum með 6 stig.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Freiburg sem vann sannfærandi 3-0 sigur á Jena í þýsku deildinni.
Freiburg er í 4. sæti með 19 stig, níu stigum frá toppnum.
Athugasemdir


