Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 25. janúar 2023 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Nottingham Forest og Man Utd: Casemiro snýr aftur
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest og Manchester United eigast við í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins klukkan 20:00 á City Ground í kvöld.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro kemur aftur inn í lið Manchester United en hann tók út leikbann gegn Arsenal um helgina.

Wout Weghorst er fremsti maður liðsins. Victor Lindelöf er í miðri vörn með Lisandro Martínez en Raphael Varane situr á bekknum.

Dean Henderson, sem er á láni hjá Forest frá United, er ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Nottingham Forest: Hennessey; Aurier, Worrall, McKenna, Renan Lodi; Danilo, Freuler; Scarpa; Johnson, Gibbs-White; Surridge

Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Martínez, Malacia; Casemiro, Eriksen; Antony, Bruno Fernandes, Rashford; Weghorst
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner