
Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham á Englandi, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins á Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld, en það kom undir lok leiks.
West Ham hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum og þurfti því smá galdra til þess að komast aftur á sigurbraut.
Íslenska landsliðskonan galdraði fram sigurmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.
Franska landsliðskonan Viviane Asseyi kom með laglegan bolta fyrir markið og var það Dagný sem stökk upp og stangaði boltann í netið.
Þetta var ansi sætt mark en það færir West Ham sæti í undanúrslitum deildabikarsins og ekki nóg með það þá var þetta þriðja mark hennar í keppninni á tímabilinu.
Dregið verður í undanúrslitin á morgun klukkan 16:30
THERE SHE ISSSSSSS! ????????????#LIVWHU 0-1 (86) pic.twitter.com/KwnnbJbKEc
— West Ham United Women (@westhamwomen) January 25, 2023
Athugasemdir