Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2019 23:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Apahljóð í stúkunni í Svartfjallalandi
Sterling fagnar marki sínu í kvöld.
Sterling fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
England burstaði Svartfjalland í undankeppni EM 2020 í kvöld. England lenti 1-0 undir en kom til baka og vann að lokum mjög öruggan 5-1 sigur.

Leikurinn fór fram í Svartfjallalandi og því miður urðu nokkrir leikmenn England fyrir kynþáttafordómum á meðan leiknum stóð.

Apahljóðum var beint að nokkrum leikmönnum enska liðsins. Gareth Southgate, þjálfari Englands, segir að þetta muni lenda á borði UEFA enda er þetta ekki boðlegt.

„Ég heyrði klárlega fordóma í garð Danny Rose þegar hann var spjaldaður í lokin," sagði Southgate eftir leikinn.

Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, var að byrja sinn fyrsta landsleik. Hann sagðist hafa heyrt apahljóð úr stúkunni.

„Fordómar eiga hvergi að vera. Við erum öll jöfn. Vonandi tekur UEFA á þessu," sagði leikmaðurinn ungi.

Raheem Sterling, sem var á meðal markaskorara í leiknum, birti gott tíst eftir leikinn sem sjá má hér að neðan. Hann kallar eftir því að það verði tekið á þessu máli af mikilli hörku svo þetta gerist ekki aftur.






Athugasemdir
banner
banner
banner