Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. mars 2020 09:33
Magnús Már Einarsson
Fabregas fór frá Arsenal út af hugarfari liðsfélaga
Fabregas í leik með Arsenal á sínum tíma.
Fabregas í leik með Arsenal á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas segist hafa farið frá Arsenal til Barcelona árið 2011 þar sem hann var meðal annars ósáttur við hugarfarið hjá flestum liðsfélögum sínum. Hinn 32 ára gamli Fabregas spilar í dag með Mónakó en hann lék yfir 300 leiki með Arsenal á sínum tíma áður en hann fór aftur til Barcelona.

„Ég var fyrirliði, ég fann alltaf fyrir mikilli pressu á sjálfan mig. Ég varð að leiða liðið í að vinna eitthvað. Ég gaf allt. Stundum fór ég heim að gráta eftir leiki sem við töpuðum," sagði Fabregas í viðtali við arseblog.com.

„Ég varð að þjást. Ég átti svefnlausar nætur eftir leiki. Ég var eyðilagður í rútunni eftir tapleiki og heyrði suma aðra leikmenn vera að hlæja og hugsa um hvert þeir ættu að fara út á lífið."

„Þetta gekk á í nokkur ár. Við spiluðum fallegan fótbolta og það var eitthvað sem ég kunni vel við en ég setti pressu á sjálfan mig að leiða liðið og gera allt sem ég gæti. Á ákveðnum tímapunkti var ég frekar einmanna."

„Sérstaklega síðustu tvö eða þrjú árin. Mér fannst Robin (van Persie) og Samir (Nasri) vera einu leikmenninrir sem voru á sama stað og ég andlega og tæknilega. Það er ekki hrokafullt að segja þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner