Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. apríl 2021 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United kostar 4 milljarða punda - Torres á Old Trafford?
Powerade
Stuðningsmenn United vilja Glazers burt
Stuðningsmenn United vilja Glazers burt
Mynd: Getty Images
Fer Pau Torres til United?
Fer Pau Torres til United?
Mynd: Getty Images
Slúðrið á sunnudegi er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Man Utd og Arsenal fylgjast með Alassane Plea (28) framherja Gladbach. Mail

Luke Shaw (25) er líklega að fara í viðræður við United um nýjan samning eftir frábært tímabil. (Star)

Edinson Cavani (34) hefur rætt við Ole Gunnar Solskjær um eins árs framlengingu en hann virðist á leið burt frá félaginu í sumar. (Mirror)

Inter vill krækja í Sergio Aguero (32) sem fer frá Man City í sumar. Barcelona er líklegasti áfangastaðurinn. (Tuttosport)

Ajax vill selja Nicolas Tagliafico (28) fyrir 13 milljónir punda. Leeds, Man City og Inter hafa áhuga á bakverðinum. (Mail)

Glazer fjölskyldan hefur sett fjögurra milljarða punda verðmiða á félagið. (Mirror)

Daniel Ek, stofnandi Spotify, er að undirbúa tilboð í Arsenal. (Telegraph)

Man Utd horfir til Sam Johnstone (28) eða Tom Heaton (35) til að koma til félagsins. Johnston er talinn líklegri en báðir hafa áður verið hjá félaginu. (Sun)

Chelsea er með Romelo Lukaku (27) og Erling Braut Haaland (20) efsta á blaði hjá sér.

Pau Torres (24), miðvörður Villarreal, hefur rætt við félaga sína út af mögulegum skiptum til Man Utd. (MEN)

Arsenal og West Ham skoða að fá Joachim Andersen (24) frá Lyon en hann hefur verið hjá Fulham á láni. (Mirror)

Moise Kean (21) sem er á láni hjá PSG frá Everton hefur ekki útilokað að fara aftur til Juventus. (Goal)

Arsenal er með Julian Brandt (24) á blaði ef Martin Ödegaard kemur ekki til félagsins í sumar. (Bild)

Barcelona hefur sett 44 milljóna punda verðmiða á Ousmane Dembele (23) en Man Utd og Liverpool hafa sýnt áhuga. (Sport)

Gianluigi Donnarumma (22) gæti farið til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Milan gæti horft í Mike Maignan (25) markvörð Lille sem mann í staðinn fyrir Donnarumma.

Manchester City ætlar ekki að lána Kayky (17) en hann er sagður eiga möguleika á sæti í aðalliðshópnum á Etihad. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner