Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pétur Viðarsson mun sjá um Hewson"
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir Fylki í fimmtu umferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. Leikurinn er á gervigrasinu í Árbæ og hefst klukkan 19:15.

Fylkir hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og er aðeins með fimm stig á meðan FH-ingar eru með 10 stig og eru í toppbaráttu.

FH-ingar héldu fréttamannafund á Facebook-síðu sinni fyrir leikinn á morgun, eins og venjan er orðin hjá Fimleikafélaginu. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, svaraði nokkrum spurningum.

„Fylkisliðið hefur þekktustu nöfnin og mestu reynsluna á miðsvæðinu. Það verður glíma þar inni, að ná yfirhöndinni þar. En ég held að það séu fleiri þættir sem skipta máli í þessum leik. Í fyrra vorum við með góð tök á miðjunni gegn þeim en fórum ekki með nema jafntefli úr þeim leik."

„Það eru ákveðnir hlutir á öðrum stöðum en miðsvæðinu sem við höfum verið að kíkja á og ætlum að gera betur í núna. Samt, að geta stjórnað umferðinni á miðsvæðinu það hjálpar oft að vinna leiki."

Geoffrey Castillion er á láni hjá Fylki frá FH og fær ekki að spila leikinn á morgun. Í liði Fylkis er einnig Sam Hewson, fyrrum leikmaður FH og Manchester United.

„Pétur Viðarsson er með uppskriftina. Hann mun sjá um Hewson," sagði Ólafur en Pétur er að snúa aftur úr leikbanni.


Athugasemdir
banner
banner
banner