Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. maí 2020 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Kemur leikmönnum Sevilla til varnar
Leikmenn Sevilla báðust afsökunar
Leikmenn Sevilla báðust afsökunar
Mynd: Getty Images
Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla, kemur leikmönnum sínum til varnar eftir að þeir brutu reglur um samkomubann á Spáni.

Lucas Ocampos, Ever Banega, Luuk de Jong og Franco Vazquez ákváðu að halda sundlaugarpartí á dögunum þrátt fyrir strangar reglur um samkomubann en leikmennirnir hafa allir beðst afsökunar á framferði sínu.

Þetta gerist þegar stutt er í að spænska deildin getur farið af stað en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að virða ekki reglurnar.

„Þeir sem áttu þátt í þessu hafa beðist afsökunar og það er ekki auðvelt. Þeir gerðu mistök og hafa tekið ábyrgð á því," sagði Monchi á heimasíðu félagsins.

„Það mikilvægasta fyrir mér er að þeir báðust afsökunar. Við erum öll að gera mistök á þessum tímum . Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og það er hægt að gera mistök. Það er ómögulegt að fá 10 í þessu verkefni en við erum með 9,5. Það mikilvægasta er að þeir viðurkenndu mistök sín og sjá eftir þessu," sagði Monchi.
Athugasemdir
banner
banner