Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 25. maí 2023 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Salah eyðilagður og segir leikmenn hafa brugðist stuðningsmönnum
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er í rusli yfir því að liðið hafi ekki tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Liverpool mun spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir 4-1 sigur Manchester United á Chelsea á Old Trafford í kvöld.

Liverpool átti erfitt með að finna stöðugleika stærstan hluta tímabilsins en liðið fann taktinn of seint og missti því af sæti í Meistaradeildina.

Hann vildi biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar á samfélagsmiðlum í kvöld og segir leikmenn hafa brugðist þeim.

„Ég er algjörlega eyðilagður. Það er engin afsökun fyrir þessu og við höfðum allt sem við þurftum til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili en það mistókst. Við erum Liverpool og það er algjört lágmark að komast í keppnina. Mér þykir fyrir því en það er of snemmt að skrifa eitthvað jákvætt um þetta. Við brugðumst ykkur og sjálfum okkur,“ sagði Salah á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner