Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 25. september 2023 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Bráðefnilegur Vuskovic til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Tottenham er búið að staðfesta samkomulag við táninginn efnilega Luka Vuskovic og félag hans í Króatíu, Hajduk Split.


Vuskovic er aðeins 16 ára gamall og verður dýrasti varnarmaður sögunnar í sínum aldursflokki þar sem Tottenham er talið greiða um 12 milljónir punda fyrir.

Hann gengur ekki í raðir Tottenham fyrr en eftir tvö ár, þegar hann verður orðinn 18 ára gamall.

Það voru fleiri félög áhugasöm en Vuskovic vildi ólmur ganga í raðir Tottenham, líkt og samlandi sinn og nafni Luka Modric gerði fyrir fimmtán árum síðan. PSG og Manchester City eru meðal félaga sem vildu fá Vuskovic í sínar raðir.

Vuskovic er lykilmaður í U17 landsliði Króatíu og er 193cm á hæð.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner