Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tsimikas hjá Liverpool til 2027
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas er búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til 2027.


Tsimikas er 27 ára gamall vinstri bakvörður með 63 leiki að baki á þremur árum hjá Liverpool.

Hann er varaskeifa fyrir Andy Robertson og virðist vera sáttur í því hlutverki, enda er nóg af leikjum framundan á keppnistímabilinu. Liverpool er í tveimur bikarkeppnum og Evrópudeildinni auk þess að vera í ensku úrvalsdeildinni og því má búast við nóg af mínútum fyrir flesta leikmenn hópsins, ef liðið dettur ekki snemma úr leik.

Tsimikas hefur unnið enska bikarinn og deildabikarinn frá komu sinni til Liverpool í ágúst 2020, auk þess að fá silfurverðlaun í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði sigurmarkið eftir vítaspyrnukeppni gegn Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins í fyrra. 


Athugasemdir
banner
banner
banner