Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Einar og Heiðar Helgu meðal uppáhalds leikmanna Neil Warnock

Neil Warnock er mörgum knattspyrnu áhugamönnum kunnugur en hann er fyrrum þjálfari sem hefur þjálfað ótal félög á Englandi meðal annars nokkur í Úrvalsdeildinni. 


Warnock er hættur þjálfun en hann þjálfaði síðast Middlesbrough í Championship deildinni áður en hann settist í helgan stein í fyrra. Hann mætti í vinsæla hlaðvarpsþáttinn „Jackmaate's Happy Hour" meðal annars til þess að auglýsa nýja hlaðvarpsþáttin sinn sem mun heita „Die for three points"

Í þessu viðtali var Warnock spurður út í hverjir voru hans uppáhalds leikmenn eða hverja var auðveldast að þjálfa á ferlinum. Þar minnist hann á nokkra leikmenn en meðal þeirra var Aron Einar Gunnarsson sem hann þjálfaði í Cardiff á árunum 2016-19 og Heiðar Helguson sem hann þjálfaði í QPR á árunum 2010-12.

Þetta hafði hann að segja um Aron Einar „Vá Gunnarsson var maður, þú myndir vilja hafa hann með þér í skotgröfunum".


Athugasemdir
banner
banner