Wrexham hefur bannað sóknarmanninum Paul Mullin að klæðast takkaskóm sem hannn var búinn að auglýsa á netinu.
Mullin birti mynd af nýjum skóm sínum á samfélagsmiðlum og ætlaði hann að koma á framfæri pólitískum skoðunum með þeim.
Á skóna var búið að áletra: „Fuck The Tories," en það má þýða það þannig að hann sé að segja breska Íhaldsflokknum að fara til fjandans.
Wrexham, félagið, tók ekki vel í þetta og segir að sóknarmaðurinn muni ekki klæðast skónum inn á vellinum. Ef félagið hefði vitað af þessu þá hefði það komið í veg fyrir myndina af skónum.
Félagið kveðst vera hlutlaust í pólitískum málefnum og ætlar ekki að breyta þeirri afstöðu sinni núna.
Wrexham striker Paul Mullin has caused a stir with his new boots… pic.twitter.com/JYhg53SSXR
— SPORTbible (@sportbible) October 25, 2022
Athugasemdir