Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestu og verstu vítaskyttur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Yaya Toure er eini leikmaðurinn sem hefur tekið meira en tíu vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni og skorað úr öllum þeirra.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er besta vítaskytta í sögu deildarinnar.

The Analyst tók saman lista yfir bestu og verstu vítaskyttur í sögu deildarinnar. Toure trónir á toppi listans og næst kemur Matt Le Tissier með 96 prósent hlutfall en þó skal tekið fram að hann tók fleiri spyrnur.

Þegar verstu vítaskyttur í sögu deildarinnar - sem hafa að minnsta kosti tekið tíu spyrnur - eru skoðaðar þá fá minna þar nöfn eins og Wayne Rooney, Paul Pogba og Juan Pablo Angel.

Hægt er að skoða listana báða með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner