Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 15:34
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Chelsea í Austurríki: Mount einn af fjórum sem fara á bekkinn
Conor Gallagher er í byrjunarlið Chelsea.
Conor Gallagher er í byrjunarlið Chelsea.
Mynd: EPA
Klukkan 16:45 hefst leikur RB Salzburg og Chelsea í E-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Graham Potter gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Chelsea frá 11- jafnteflinu gegn Manchester United.

Matero Kovacic, Conor Gallagher, Christian Pulisic og Kai Havertz koma inn fyrir Cesar Azpilucueta, Ruben Loftus-Cheek, Ben Chilwell og Mason Mount sem allir setjast á bekkinn.

Byrjunarlið Salzburg: Kohn, Dedic, Bernardo, Pavlovic, Wober, Gourna-Douath, Seiwald, Sucic, Kjærgaard, Okafor, Adamu

Byrjunarlið Chelsea: Kepa; Chalobah, Silva, Cucurella; Sterling, Gallagher, Jorginho, Kovacic, Pulisic; Havertz, Aubameyang.

(Varamenn: Bettinelli, Mendy, Chilwell, Azpilicueta, Loftus-Cheek, Mount, Zakaria, Chukwuemeka, Ziyech, Broja)

E-riðill
16:45 Salzburg - Chelsea
19:00 Dinamo Zagreb - Milan

1. Chelsea 7 stig
2. Salzburg 6 stig
3. AC Milan 4 stig
4. Dinamo Zagreb 4 stig

Chelsea tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri í Austurríki eða með jafntefli ef AC Milan vinnur Dinamo Zagreb. Salzburg tryggir sér sæti áfram með sigri ef AC Milan vinnur ekki.


Athugasemdir
banner