Daníel Tristan Guðjohnsen gerði tvö mörk þegar U17 landslið karla vann flottan 3-0 sigur gegn Norður-Makedóníu í fyrsta leiknum sínum í undankeppni EM.
Þetta var fyrsti leikur liðsins í fyrstu umferð undankeppninnar.
Þetta var fyrsti leikur liðsins í fyrstu umferð undankeppninnar.
Kjartan Már Kjartansson kom Íslandi á bragðið og bætti Daníel Tristan svo við tveimur mörkum en hann var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í dag.
Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.
Ísland mætir svo Lúxemborg á föstudag og Frakklandi á mánudag, báðir leikirnir hefjast kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið U17 karla sem mætir Norður Makedóníu kl. 12:00 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2023.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2022
Leikurinn er í beinni útsendingu á vef knattspyrnusambands Norður Makedóníu.https://t.co/axDZ0rm52i
Our U17 men starting lineup against North Macedonia.#fyririsland pic.twitter.com/QFvr82qRlj
Athugasemdir