Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Tristan með tvennu er U17 hóf undankeppni á sigri
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen gerði tvö mörk þegar U17 landslið karla vann flottan 3-0 sigur gegn Norður-Makedóníu í fyrsta leiknum sínum í undankeppni EM.

Þetta var fyrsti leikur liðsins í fyrstu umferð undankeppninnar.

Kjartan Már Kjartansson kom Íslandi á bragðið og bætti Daníel Tristan svo við tveimur mörkum en hann var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í dag.

Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.

Ísland mætir svo Lúxemborg á föstudag og Frakklandi á mánudag, báðir leikirnir hefjast kl. 12:00 að íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner