Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Chelsea gegn Salzburg: Kovacic bestur
Mateo Kovacic var besti maður vallarins í Austurríki
Mateo Kovacic var besti maður vallarins í Austurríki
Mynd: EPA
Mateo Kovacic var besti maður vallarins er Chelsea lagði RB Salzburg, 2-1, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er Football London sem gefur einkunnir að þessu sinni.

Króatinn skoraði glæsilegt mark rétt fyrir utan teig í fyrri hálfleiknum og var þá virkilega öflugur á miðsvæðinu en hann fær 8 fyrir sína frammistöðu.

Pierre-Emerick Aubameyang fær aðeins 5 fyrir frammistöðuna í kvöld en Philipp Köhn, markvörður Salzburg, hafði betur í einvígi þeirra og verður Aubameyang vonsvikinn að hafa ekki komist á blað.

Einkunnir Chelsea: Kepa (6), Chalobah (7), Silva (6), Cucurella (7), Pulisic (7), Jorginho (6), Kovacic (8), Sterling (6), Gallagher (7), Havertz (7), Aubameyang (5).
Varamenn: Loftus-Cheek (6), Azpilicueta (6), Broja (6), Ziyech (5).
Athugasemdir
banner