Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez er klár í slaginn fyrir leik Liverpool gegn Ajax í Meistaradeildinni á morgun en spænski miðjumaðurinn Thiago mun að öllum líkindum missa af leiknum.
Nunez og Thiago voru báðir frá er Liverpool tapaði fyrir Nottingham Forest um helgina.
Framherjinn hefur náð sér að fullu og verður klár fyrir leikinn gegn Ajax en Thiago virðist ekki klár í slaginn ef marka má orð Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Thiago er að glíma við sýkingu í eyra og því erfitt að segja hvenær hann verður klár.
Ibrahima Konate tók þátt í æfinga liðsins í gær en getur ekki spilað allan leikinn og því líklega ekki vit að spila honum á morgun.
„Thiago er enn frá. Konate er hérna og tilbúinn að spila mínútur eða það myndi ég segja. Hann gæti spilað fyrstu mínúturnar en það væri ekkert vit í því."
„Darwin er góður. Hann æfði eðlilega í gær og í dag. Hann er klár eins og staðan er í dag. Thiago var ekki nálægt því. Er hann spurningamerki fyrir morgundaginn? Ég vona ekki, en er ekki alveg viss samt sem áður."
„Það er ekkert annað nýtt enn sem komið er. Matip verður ekki með."
„Ibou tók fyrstu almennilegu æfinguna í gær. Hann var ekki lengi frá en hann hefur verið að glíma við vesen í vöðva. Það væri ekki vit í því fyrir hann að spila 95 mínútur."
„Það er sama með Naby og Oxlade-Chamberlain. Þeir eru ekki í Meistaradeildarhópnum því allir sögðu við mig að þeir yrðu ekki klárir í tæka tíð," sagði Klopp.
Athugasemdir