Wayne Rooney sneri á dögunum aftur á æfingasvæði Manchester United til að fylgjast með sonum sínum, Kai og Klay, æfa í akademíu félagsins.
Rooney er einn besti leikmaður í sögu Man Utd og er algjör goðsögn hjá félaginu.
Samkvæmt The Sun þá var Rooney klæddur í United galla er hann mætti aftur á Carrington þar sem hann á margar góðar minningar.
Sonur hans Kai, sem er tólf ára gamall, hefur raðað inn mörkunum í barnaliðum Man Utd og þykir gríðarlega efnilegur. Klay er átta ára og tók þátt á sínu fyrsta fótboltamóti í apríl.
Rooney hefur snúið sér að þjálfun eftir að skórnir fóru upp á hillu. Í dag stýrir hann DC United í Bandaríkjunum en lið hans hefur lokið keppni í MLS-deildinni á þessari leiktíð og er hann því staddur á Englandi núna.
Athugasemdir