Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningur Kjartans við KR í gildi út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Samningsmál og staða Kjartans Henry Finnbogasonar hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í síðustu tveimur leikjum og verður ekki með í lokaleik tímabilsins gegn Stjörnunni um komandi helgi.

Kjartan skrifaði undir riftun á samningi við KR á fimmtudag í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er samningur Kjartans áfram gildur út tímabilið. Fréttin hefur verið uppfærð og var áður sagt frá því að Kjartan væri samningslaus, svo er ekki rétt.

Eins og sagt var frá þegar fréttin var upphaflega birt má samningslaus leikmaður ekki spila í efstu deild, þar er samningsskylda vegna tryggingamála. Frá þessu sagði Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, við 433.is í dag. Þar sem samningur Kjartans er gildur út tímabilið á það því ekki við um Kjartan í þessu tilfelli.

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur því hann vildi fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir. Það er formsatriði að skrifa undir þetta þar sem KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum."

„Ég taldi og hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Það er búið að bjóða Kjartani að setjast niður með okkur og semja um næsta ár,"
sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, m.a. um mál Kjartans í viðtali eftir leik.

Kjartan var ekki í hóp gegn Breiðabliki tveimur dögum eftir að hann skrifaði undir riftun á samningi sínum. Degi síðar birti hann Twitter færslu og í kjölfarið ákvað Rúnar að velja hann ekki í hópinn gegn Breiðabliki.

„Þetta fór illa í Kjartan sem sendi út Twitter færslu á föstudeginum. Daginn fyrir leik. Ég ákveð hverjir eru í hóp og hverjir ekki, það þurfa allir að fylgja sömu reglum, það er enginn stærri en KR og það er enginn sem fær að gera eitthvað af sér og komast upp með það. Það eru afleiðingar og Kjartan hefur því miður brotið ýmislegt sem ég er ekki sáttur með," sagði Rúnar.
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Innkastið - Gummi girnist gullskóinn
Athugasemdir