Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Segir ekkert til í því að Edwards sé á leið til Man Utd
Michael Edwards og Jürgen Klopp
Michael Edwards og Jürgen Klopp
Mynd: Liverpool.com
Melissa Reddy, íþróttafréttakona á Sky Sports, segir það af og frá að Michael Edwards sé að taka við stöðu yfirmanns íþróttamála hjá Manchester United.

Edwards hætti störfum hjá Liverpool í sumar eftir að hafa unnið hjá félaginu í ellefu ár.

Hann átti stóran þátt í velgengni Liverpool og var klókur á markaðnum og hjálpaði Jürgen Klopp að smíða eitt sterkasta lið Evrópu.

Julian Ward tók við af Edwards í sumar og heur sá síðarnefndi verið að skoða í kringum sig síðustu mánuði.

Edwards hafnaði tilboði frá Chelsea fyrir nokkrum mánuðum en Todd Boehly, eigandi enska liðsins, bauð honum að vera framkvæmdastjóri félagsins, en Edwards sem er nú í kærkomnu frí, hafnaði því.

Nú er hann orðaður við stöðu yirmanns íþróttamála hjá Manchester United og hafa fjölmiðlar gengið svo langt að segja að hann sé við það að taka við stöðunni en Melissa Reddy hjá Sky Sports segir það skáldskap.

Edwards er ekki að íhuga að snúa aftur til starfa fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og þá er Manchester United ekki að íhuga það að ráða hann. Félagið er ánægt með störf John Murtough. Paris Saint-Germain og Real Madrid hafa einnig sýnt Edwards áhuga.
Athugasemdir
banner