Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 25. október 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu sigrar í röð og ekkert mark fengið á sig
Kvenaboltinn
Arsenal er á toppnum.
Arsenal er á toppnum.
Mynd: EPA
Kvennalið Arsenal hefur farið gríðarlega vel af stað á þessari leiktíð og er liðið sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra leiki spilaða.

Arsenal er með fullt hús stiga, rétt eins og Manchester United sem er í öðru sæti.

Arsenal er núna fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem hefur unnið tíu leiki í röð án þess að fá á sig mark. Liðið endaði síðustu leiktíð ótrúlega vel og er að byrja þessa gífurlega vel.

Skytturnar hafa skorað ellefu mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og ekki enn fengið á sig mark.

Arsenal hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og stefnir eflaust á að vinna hana núna.


Athugasemdir
banner