Dusan Vlahovic segir að hann sé ekki fullkomlega sáttur við sitt fyrsta ár hjá Juventus. Serbneski landsliðsmaðurinn veitti viðtal í aðdraganda Meistaradeildarleiksins gegn Benfica.
Vlahovic kom til Juve frá Fiorentina í janúar og hefur skorað 13 mörk í 25 leikjum fyrir Juventus.
Vlahovic kom til Juve frá Fiorentina í janúar og hefur skorað 13 mörk í 25 leikjum fyrir Juventus.
„Ég hefði getað gert betur, ég krefst meira frá sjálfum mér. Ég vil bæta mig og verða betri í dag en ég var í gær," sagði Vlahovic.
„Bæði ég og liðið hefðum getað gert betur á árinu 2022. En nú er mikilvægt að hugsa bara einn leik fram í tímann. Tímabilið er nýhafið og allt getur gerst."
Juventus hefur í fyrsta sinn á tímabilinu náð að tengja saman tvo deildarsigra og verður nauðsynlega að vinna Benfica í kvöld til að eiga möguleika á því að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir