Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   þri 25. nóvember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cucurella ætlar að sparka í Yamal: Palmer meiddi sig í FIFA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Marc Cucurella var léttur á fréttamannafundi í gær fyrir stórleik á heimavelli gegn Barcelona sem fer fram í kvöld.

Cucurella mun þar mæta ungstirninu Lamine Yamal og var spurður hvernig hann ætlar að taka á táningnum knáa. Þeir eru samherjar í spænska landsliðinu en Cucurella ætlar ekki að gefa honum neinn afslátt.

„Ég sagði við Estevao á æfingu í dag að setja legghlífarnar á sig útaf því að hann er að æfa með mér," svaraði Cucurella og hló.

Hann var einnig spurður út í meiðsli Cole Palmer. Hann var frá keppni í tæpa tvo mánuði vegna nárameiðsla en gat svo ekki verið með um helgina vegna támeiðsla sem hann varð fyrir heima hjá sér.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá trúði ég þessu ekki þegar ég heyrði það. Það er rétt að svona hlutir geta gerst, þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir mig en ég er sterkari heldur en strákarnir og finn ekki fyrir þessu.

„Í alvöru talað þá var þetta mikill missir fyrir okkur útaf því að við bjuggumst við að hafa hann til taks, en svo meiddist hann aftur. Þetta er partur af lífinu, við eigum allir okkar persónulega líf þar sem við getum lent í hremmingum. Vonandi nær hann skjótum bata."


En veit Cucurella hvernig Palmer meiddi sig í tánni?

„Ég veit það ekki en ég held að hann hafi orðið pirraður eftir tapleik í FIFA."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner