Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   mán 24. nóvember 2025 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd tapaði gegn tíu leikmönnum Everton
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Man Utd 0 - 1 Everton
0-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('29)
Rautt spjald: Idrissa Gana Gueye, Everton ('13)

Manchester United tók á móti Everton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, sem var jafnframt síðasti leikur tólftu umferðar.

Rauðu djöflarnir byrjuðu vel og voru orðnir manni fleiri snemma leiks eftir að Idrissa Gana Gueye missti stjórn á skapinu og fékk beint rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga.

   24.11.2025 20:39
Sjáðu atvikið: Beint rautt fyrir að slá liðsfélaga á Old Trafford


Man Utd var sterkara liðið á vellinum eftir rauða spjaldið en átti í miklum erfiðleikum með að skapa góð færi gegn sterkri vörn Everton.

Everton-menn voru duglegir að pressa ofarlega á vellinum og gáfu ekkert eftir gegn sterku liði Man Utd. Þetta hugrekki skilaði svo marki þegar Kiernan Dewsbury-Hall skapaði sér smá pláss og náði að hleypa af frábæru skoti sem Senne Lammens náði ekki til.

Dewsbury-Hall gerði vel að skapa sér pláss þökk sé slöppum varnarleik hjá Bruno Fernandes og Leny Yoro áður en hann lét vaða á markið.

Þetta reyndist eina tilraun Everton í leiknum sem hæfði markrammann en Rauðu djöflarnir bönkuðu stöðugt á dyrnar í síðari hálfleiknum. Boltinn rataði þó aldrei í netið þar sem Jordan Pickford átti nokkrar flottar markvörslur.

Það var mikil orka í liði Everton og var ekki að sjá að þeir væru manni færri á löngum köflum. Þeir gerðu mjög vel að halda markinu sínu hreinu leikmanni færri og skópu að lokum nauman sigur.

Bæði lið eru með 18 stig eftir 12 umferðir, alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner