Alex Freyr Elísson skipti yfir til Njarðvíkur í dag eftir að hafa leikið fyrir Fram í tvö tímabil. Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Njarðvík eftir að Davíð Smári Lamude tók við þjálfun liðsins.
Hann er hægri bakvörður og skoraði 6 mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni sumarið 2022 en fékk lítinn spiltíma í ár og ákvað því að skipta um félag.
„Það tók bara eitt símtal frá Davíð Smára til að sannfæra mig, hann er góður sölumaður hann má eiga það. Ég er kannski með eitthvað egó en þetta er ekki það mikið högg á egóið," segir Alex um félagaskiptin, þar sem hann er að skipta úr Bestu deildinni niður í Lengjudeildina.
„Ég vil spila fótbolta og koma okkur beint upp. Ég ætlaði ekki að skrifa undir hjá neinu liði á næstunni en síðan kom þetta upp og ég hoppaði bara á þetta. Þetta verður erfitt og spennandi verkefni en ég hef fulla trú á þessu, annars hefði ég ekki komið hingað."
Alex er 28 ára gamall og er uppalinn hjá Fram. Hann hefur leikið fyrir félagið allan ferilinn nema sumarið 2023, þegar hann lék nokkra leiki fyrir KA og Breiðablik.
24.11.2025 17:10
Alex Freyr í Njarðvík (Staðfest)
Athugasemdir
























