Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   mán 24. nóvember 2025 17:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dominik Radic í HK (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK tilkynnti rétt í þessu að Dominik Radic væri genginn í raðir félagsins. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Hann er 29 ára króatískur framherji sem fæddur er í Hannover í Þýskalandi.

Hann kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2024 og lék undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, nýs þjálfara HK, síðustu tvö tímabil.

Með Njarðvík skoraði hann 26 mörk í 48 leikjum.

„Við bjóðum Dominik hjartanlega velkominn í Kórinn og hlökkum til að sjá hann á vellinum!" segir í tilkynningu HK.

Dominik er annar leikmaðurinn sem HK fær frá Njarðvík á síðustu dögum en Svavar Örn Þórðarson samdi við HK fyrir helgi.

Athugasemdir
banner
banner